FME: Umræðuskjal um viðmiðunarreglur vegna álagsprófa fjármálafyrirtækja
FME hefur gefið út umræðuskjal (1/2007) um drög að leiðbeinandi tilmælum um viðmiðunarreglur vegna álagsprófa sem byggðar eru staðli frá Baselnefndinni um bankaeftirlit, svonefndum Basel II staðli. Reglurnar eru hluti af eftirlits- og matsferli en viðmiðunarreglur vegna eftirlitsferla hafa verið birtar sem umræðuskjal nr. 5/2006. Til grundvallar reglum þessum liggja tilteknar greinar og viðaukar í tilskipunum Evrópusambandsins (2006/48/EB og 2006/49/EB), en þær fjalla annars vegar um kröfur um heimild til að setja á laggirnar og reka fyrirtæki sem lánastofnun, og hins vegar eiginfjárkröfur fjárfestingarfyrirtækja og fjármálafyrirtækja.
Gert er ráð fyrir gildistöku leiðbeinandi tilmælanna frá og með útgáfudegi þeirra. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 23. janúar 2007.
Umræðuskjalið má nálgast hér.