Verðbréfamarkaður og sjóðir

  • Bankar

Seðlabanki Íslands hefur m.a. eftirlit með starfsemi kauphalla, skipulagðra verðbréfamarkaða, markaðstorga fjármálagerninga, verðbréfamiðstöðva, sjóðum og rekstrarfélögum sjóða og upplýsingaskyldu útgefenda í samræmi við 2. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Seðlabankinn hefur einnig eftirlit með viðskiptum á markaði með það markmið að tryggja eðlilega verðmyndun og að markaðsaðilar starfi eftir lögum og reglum.

Eftirlit með aðilum á verðbréfamarkaði


Fjárfestavernd

Ákvæðum um fjárfestavernd í lögum 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga er ætlað að tryggja að viðskiptahættir og -venjur fjármálafyrirtækja í verðbréfaviðskiptum séu eðlilegar og heilbrigðar og að þau hafi trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

MiFID II og MiFIR

Gildissvið MiFID II er víðtækara en í MiFID I regluverkinu og nær til að mynda til samsettra innstæðna. MiFIR reglugerðin felur í sér víðtækar kröfur um gagnsæi fyrir og eftir viðskipti. Seðlabanki Íslands tekur á móti fyrirspurnum vegna MiFID II og MiFIR.

Lýsingar

Lýsing er samheiti yfir skjal eða skjöl sem gefa þarf út vegna almenns útboðs verðbréfa eða töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

EMIR

Þann 1. október 2018 tóku gildi lög nr. 15/2018, með þeim öðlast reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (almennt EMIR), lagalegt gildi á Íslandi.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica