Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 1/2014
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar
Dagsetning 19/2/2014
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
Reifun

Fjármálaeftirlitinu ber skv. 4. mgr. 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að setja reglur um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Á þeim grundvelli hefur Fjármálaeftirlitið sett reglur um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum, nr. 625/2013. Reglurnar fela í sér innleiðingu á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB, um stofnun og rekstur lánastofnana, sem varða stórar áhættuskuldbindingar (e. large exposures) með áorðnum breytingum samkvæmt tilskipun 2009/111/EB.

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. fftl., sbr. 7. gr. reglna nr. 625/2013, mega áhættuskuldbindingar vegna eins viðskiptamanns eða hóps tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni þess. Mikilvægt er að fjármálafyrirtæki átti sig á því hvenær aðilar teljast til hóps tengdra viðskiptamanna í skilningi laganna til þess að unnt sé að meta þá áhættu sem tengslin hafa í för með sér. Þessi leiðbeinandi tilmæli eru sett fram til að skýra hugtakið hópur tengdra viðskiptamanna og skyld hugtök auk þess sem fjallað er almennt um innra eftirlit fjármálafyrirtækja með stórum áhættuskuldbindingum, tilkynningarskyldu og viðurlög.

Skjöl 19022014-LT-mat-a-tengslum-vegna-storra-ahaettuskuldbindinga.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica