Leiðbeinandi tilmæli
Málsnúmer | 4/2014 |
---|---|
Heiti | Leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað starfssviða |
Dagsetning | 28/5/2014 |
Starfsemi |
|
Reifun |
Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað starfssviða. Tilmælin eru sett til leiðbeiningar og nánari skýringar fyrir rekstrarfélög verðbréfasjóða og önnur fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta varðandi þær lágmarkskröfur sem lög og reglur kveða á um varðandi hagsmunaárekstra, nánar tiltekið aðskilnað starfssviða (Kínamúra). Ekki er þó um tæmandi umfjöllun að ræða. Tilmælin geta orðið grundvöllur krafna Fjármálaeftirlitsins um úrbætur með vísan til sérlaga um starfsleyfisskylda starfsemi og laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Tilmælin byggja á leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2001, um efni reglna fjármálafyrirtækja skv. 15., 20. og 23. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti, sem fallin eru úr gildi, auk þess sem tillit er tekið til þeirrar reynslu sem nú er komin á 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) og ákvæða 4. þáttar II. kafla reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Við innleiðingu MiFID tilskipunar 2004/39/EB og framkvæmdartilskipunar 2006/73/EB í lög um verðbréfaviðskipti og reglugerð nr. 995/2007 féllu úr gildi leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2001, sem m.a. fjölluðu um aðskilnað starfssviða. Við innleiðinguna var farin sú leið að telja upp þau lágmarksskilyrði í reglugerðina, sem stefnur um hagsmunaárekstra skyldu uppfylla, en nánari útfærsla látin í hendur fjármálafyrirtækjanna sjálfra. Þessu fylgdi aukin ábyrgð og auknar skyldur fyrir fjármálafyrirtæki til að hafa eftirlit með eigin stefnum og reglum sem og reglulegri endurskoðun og uppfærslu þeirra. Þrátt fyrir að útfærsla á stefnum og reglum um hagsmunaárekstra sé í höndum fjármálafyrirtækja sjálfra er það álit Fjármálaeftirlitsins að hætta sé á hagsmunaárekstrum á milli ákveðinna starfssviða sem kalli á aðskilnað þeirra eins og kemur fram í tilmælum þessum. Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að tilmælin eru til leiðbeiningar og nánari skýringar og því þarf ef til vill að gera strangari kröfur í einstaka tilvikum til að markmið 8. gr. vvl. og 4. þáttar II. kafla reglugerðar nr. 995/2007 um hagsmunaárekstra nái fram að ganga. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að fjármálafyrirtæki sem telur ekki hættu á hagsmunaárekstrum og/eða ekki þörf á aðskilnaði starfssviða beri sönnunarbyrðina fyrir því. |
Skjöl | Leidbeinandi-tilmaeli-nr.-4.2014.pdf |