Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 6/2003
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um starfshætti sölufólks vátryggingafélaga - [Ekki í gildi]
Dagsetning 22/12/2003
Starfsemi
  • Vátryggingafélög
Reifun

Fjármálaeftirlitið hefur í samskiptum sínum við neytendur og vátryggingafélög orðið vart við þörf á reglum um starfshætti vátryggingafélaga og sölufólks sem starfar á vegum þeirra. Lög um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994 fjalla að mörgu leyti um starfshætti vátryggingafélaga en einungis að litlu leyti um starfshætti þess sölufólks sem starfar á vegum vátryggingafélaga. Reglur virðist skorta um ýmis atriði í tengslum við sölu vátrygginga. Eftirfarandi tilmæli eru því að miklu leyti unnin í tilefni af þeim erindum og athugasemdum sem Fjármálaeftirlitinu hafa borist.

 Þann 20. desember 2002 gaf Fjármálaeftirlitið út leiðbeinandi tilmæli nr. 7/2002 um starfshætti vátryggingamiðlara. Með leiðbeinandi tilmælum þessum er stefnt að því að svipaðar kröfur verði gerðar til starfsfólks vátryggingafélaga og gerðar eru til starfsfólks vátryggingamiðlara þó með þeim undantekningum sem við eiga hverju sinni m.t.t. til eðlis hvorrar starfsemi fyrir sig. Megintilgangur tilmælanna er að stuðla að því að starfshættir starfsfólks vátryggingafélaga verði í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

 Tilmæli þessi hafa fallið úr gildi en leiðbeinandi tilmæli um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga nr. 3/2007 ná til sama efnis og þessi tilmæli.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2003_6.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica