Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 1/2004
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um þátttöku fjármálafyrirtækja í atvinnustarfsemi og starfsheimildir þeirra - [Ekki í gildi]
Dagsetning 2/6/2004
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um heimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja til þátttöku í atvinnustarfsemi. Kveðið er á um starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í 20. - 23. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þótt viðskiptabanka, sparisjóði og lánafyrirtæki sé heimilt að stunda alla þá starfsemi sem kveðið er á um í 20. - 23 . gr. laga nr. 161/2002, eru einstakir þættir þeirra heimilda ekki alltaf samþýðanlegir innbyrðis, vegna ólíkra hagsmuna sem í þeim felast. Tilmælum þessum er ætlað að styrkja framkvæmd gildandi lagaákvæða um þátttöku viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í atvinnustarfsemi, stuðla að viðunandi áhættustýringu og aðskilnaði ólíkra hagsmuna jafnframt því að treysta innra eftirlit með framangreindu.

Tilmælin taka á eftirfarandi atriðum:

  • Flokkun á starfsheimildum og þátttöku í atvinnustarfsemi, skv. 21. og 22. gr. laga nr. 161/2002
  • Undirbúningi ákvörðunar um þátttöku í atvinnustarfsemi
  • Verkferlum, eftirliti og upplýsingagjöf til stjórnar og Fjármálaeftirlitsins

Í umræðuskjali nr. 11/2003, þar sem birt voru drög að tilmælum þessum, fylgdu viðaukar þar sem til nánari skýringar var gerð grein fyrir gildandi lögum um starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja og aðskilnaði hagsmuna í fjármálafyrirtæki vegna ólíkra starfs-heimilda. Nálgast má viðauka þessa á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins undir framangreindu umræðuskjali.

Tilmæli þessi hafa verið felld úr gildi en í stað þeirra hafa komið leiðbeiningar vegna þátttöku fjármálafyrirtækja í atvinnustarfsemi.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2004_1.pdf

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica