Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 6/2014
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum
Dagsetning 8/1/2015
Starfsemi
  • Aðrir eftirlitsskyldir aðilar (Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, Tryggingasjóður Sparisjóða, útgefendur verðbréfa)
  • Innheimtuaðilar
  • Innlánsdeildir samvinnufélaga
  • Kauphallir og aðrir tilboðsmarkaðir
  • Lífeyrissjóðir
  • Útgefendur verðbréfa
  • Vátryggingafélög
  • Vátryggingamiðlanir
  • Verðbréfamiðstöðvar
  • Vörsluaðilar lífeyrissparnaðar
Reifun

Fjármálaeftirlitið gefur hér með út leiðbeinandi tilmæli um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum. Tilmælunum er ætlað að varpa ljósi á þau atriði og umgjörð sem eftirlitsskyldir aðilar eiga að gæta að við útvistun verkefna sinna á grundvelli 2. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

 Við gerð tilmælanna var höfð hliðsjón af leiðbeiningum evrópsku bankaeftirlitsnefndarinnar (e. Committee of European Banking Supervisors, „CEBS“, nú EBA) frá 14. desember 2006 og undirbúningstilmælum evrópska vátryggingaeftirlitsins (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, „EIOPA“) vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar.

Ákvæði um útvistun einstakra verkefna hjá eftirlitsskyldum aðilum er að finna víðsvegar í tilmælum Fjármálaeftirlitsins en takmarkaða umfjöllun þar að lútandi er að finna í löggjöf á fjármálamarkaði. Með tilmælum þessum er leitast við að tilgreina helstu meginreglur sem Fjármálaeftirlitið telur æskilegt að eftirlitsskyldir aðilar fari eftir við gerð útvistunarsamninga og tilhögun útvistunar að öðru leyti. Þá ber að geta þess að mörg þeirra leiðbeinandi tilmæla sem Fjármálaeftirlitið hefur gefið út hafa nú þegar að geyma ákvæði um útvistun sem fjalla sérstaklega um útvistun ákveðinna þátta í starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Fjármálaeftirlitið álítur að slík ákvæði haldi gildi sínu og ákvæði þessara tilmæla taki við þar sem öðrum tilmælum sleppir.

Skjöl Leidbeinandi-tilmaeli-6_2014-um-utvistun-hja-eftirlitsskyldum-adilum.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica