Leiðbeinandi tilmæli
Málsnúmer | 1/2006 |
---|---|
Heiti | Leiðbeinandi tilmæli um álagspróf vátryggingafélaga og upplýsingagjöf um áhættustýringu, þ. á m. álagspróf - [Ekki í gildi] |
Dagsetning | 27/1/2006 |
Starfsemi |
|
Reifun |
Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um álagspróf vátryggingafélaga og upplýsingagjöf um áhættustýringu, þar á meðal álagspróf. Tilmælin sem hér fara á eftir eru þríþætt. Í fyrsta lagi kveða þau á um að árlega skuli framkvæmt staðlað álagspróf sem miðast að því að prófa almennt hvernig félögin standast tiltekin áföll. Félögum er skipt í þrjá flokka og er staðlaða álagsprófið lagað að hverjum flokki. Gert er ráð fyrir tiltekinni þróun á yfirstandandi reikningsári samkvæmt nánar skilgreindum staðalforsendum, með möguleika á frávikum hjá einstökum félögum. Markmiðið er að auka yfirsýn Fjármálaeftirlitsins á stöðu einstakra félaga og auðvelda því að bregðast við ef fyrirsjáanlegir eru erfiðleikar í rekstri. Í öðru lagi er tilmælunum ætlað að vera leiðbeinandi um það hvernig vátryggingafélög geta nýtt sér álagspróf sem þau hanna sjálf til að efla hjá sér áhættustýringu. Fjármálaeftirlitið vill með því hvetja vátryggingafélög til að taka upp eigin álagspróf í samræmi við umfang starfseminnar. Loks kveða tilmælin á um almenna upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins um áhættustýringu þar sem stuðst verður við flokkun á áhættum vátryggingafélaga sem starfshópur á vegum Alþjóðasamtaka tryggingastærðfræðinga (IAA) gaf út á árinu 2004. Efni þessara tilmæla er fallið úr gildi og var efni þeirra leyst af hólmi með leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu vátryggingafélaga, nr. 1/2011 |
Skjöl | Leidbeinandi_tilmaeli_1 2006.pdf |