Leiðbeinandi tilmæli
Málsnúmer | 1/2009 |
---|---|
Heiti | Leiðbeinandi tilmæli um skýrslur tryggingastærðfræðinga líftryggingafélaga til Fjármálaeftirlitsins - [Ekki í gildi] |
Dagsetning | 2/4/2009 |
Starfsemi |
|
Reifun |
Í 55. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi er Fjármálaeftirlitinu m.a. falið að hafa eftirlit með iðgjaldagrundvelli vátrygginga með það fyrir augum að iðgjöld, sem í boði eru hér á landi, séu sanngjörn í garð vátryggingartaka og í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingum felst og eðlilegan rekstrarkostnað. Sérstakt ákvæði sömu greinar um líf- og heilsutryggingar felur í sér að fullnægjandi gögn um reiknigrundvöll líftrygginga og heilsutrygginga, svo og breytingar á þeim, skulu lögð fyrir Fjármálaeftirlitið fyrir fram og áður en þessir greinaflokkar eru boðnir á vátryggingamarkaði. Áðurnefndar upplýsingar um reiknigrundvöll eru sendar Fjármálaeftirlitinu við breytingar eða þegar nýjar vátryggingagreinar eru boðnar á markaði. Auk þessara upplýsinga gegna árlegar skýrslur tryggingastærðfræðinga til Fjármálaeftirlitsins mikilvægu hlutverki í eftirliti með líftryggingafélögum. Markmið Fjármálaeftirlitsins með því að gefa út leiðbeinandi tilmæli um skýrslur tryggingastærðfræðinga er eftirfarandi:
|
Skjöl | Leidbeinandi_tilmaeli_2009_1-ekki-i-gildi.pdf |