Leiðbeinandi tilmæli
Málsnúmer | 1/2011 |
---|---|
Heiti | Leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vátryggingafélaga - [Ekki í gildi] |
Dagsetning | 28/1/2012 |
Starfsemi |
|
Reifun |
Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vátryggingafélaga. Markmið þessara tilmæla er að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar og er meginumfjöllun þeirra framkvæmd vátryggingafélaganna sjálfra við áhættustýringu. Undirbúningur vátryggingafélaga vegna þessara tilmæla er mikilvægur liður í undirbúningi þeirra fyrir tilskipun 2009/138/EB um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga (Solvency II tilskipunin). Gerðar verða ítarlegar kröfur til áhættustýringar og upplýsingagjafar þar að lútandi. Markmiðið með tilmælunum er því meðal annars að aðstoða vátryggingafélög við undirbúning vegna gildistöku þessara ákvæða. Við gerð þessara tilmæla var höfð hliðsjón af væntanlegum kröfum til áhættustýringar í Solvency II auk leiðbeinandi tilmæla alþjóðasamtaka eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði um samhæfða áhættustýringu frá október 2008. Tilmæli þessi eru tvíþætt. Annars vegar er fjallað um fyrirkomulag samhæfðrar áhættustýringar og hins vegar um stýringu einstakra áhættuþátta. Köflunum um stýringu einstakra áhættuþátta er skipt í almenn markmið annars vegar og viðmiðunarkröfur hins vegar. Kaflarnir um almenn markmið fela í sér leiðbeiningar til stjórnenda um hvernig staðið skuli að mótun stefnu varðandi stýringu einstakra áhættuþátta. Kaflarnir um viðmiðunarkröfur fela í sér þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið mun miða við í eftirliti með áhættustýringu vátryggingafélaga. Farið verður yfir með reglulegum hætti hvort vátryggingafélög uppfylli viðmiðunarkröfurnar, t.d. með eftirlitsheimsóknum og skýrslugjöf. Tilmælin leystu af hólmi tilmæli nr. 1/2006 um álagspróf vátryggingafélaga og upplýsingagjöf um áhættustýringu þar á meðal álagspróf. Þessi tilmæli féllu úr gildi við gildistöku leiðbeinandi tilmæla nr. 3/2014 um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. |
Skjöl | Leidbeinandi_tilmaeli_1 2011.pdf |