Leiðbeinandi tilmæli
Málsnúmer | 2/2003 |
---|---|
Heiti | Leiðbeinandi tilmæli um túlkun og framkvæmd reglugerðar nr. 698/1998 um ráðstöfun iðgjalds til lífeyrissparnaðar og viðbótartryggingarvernd. |
Dagsetning | 28/10/2002 |
Starfsemi |
|
Reifun |
Við túlkun og framkvæmd reglugerðar nr. 698/1998 um ráðstöfun iðgjalds til lífeyrissparnaðar og viðbótartryggingarvernd hafa komið upp álitaefni sem hvorki er að finna skýr svör við í nefndri reglugerð né lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hefur það aukið hættu á misræmi við túlkun og framkvæmd ákvæða nefndrar reglugerðar og samninga sem á henni byggjast. Fjármálaeftirlitið hefur að undanförnu einnig orðið vart við ýmis vandkvæði sem tengjast starfsháttum þeirra aðila sem starfa við að koma á eða veita ráðgjöf um samninga um lífeyrissparnað. Fjármálaeftirlitið hefur lagt áherslu á að aðilar sem hafa með höndum sölu eða ráðgjöf vegna samninga um viðbótarlífeyrissparnað veiti ráðgjöf og aðstoð á faglegan hátt og sinni upplýsingagjöf til viðskiptavina í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Sérstök áhersla hefur verið lögð á mikilvægi upplýsingagjafar um upphafskostnað og endurkaupsvirði samnings sem og skilmála hans þar sem ljóst væri að misbrestur á slíkri upplýsingagjöf gæti leitt til fjárhagslegs taps fyrir viðskiptavini að óþörfu. Þann 3. júlí 2003 gaf Fjármálaeftirlitið út umræðuskjal nr. 5/2003 er innihélt drög að leiðbeinandi tilmælum um túlkun og framkvæmd nefndrar reglugerðar. Með umræðuskjalinu voru lögð drög að tilmælum þessum sem ætlað er að stuðla að einsleitni og samræmi í framkvæmd framangreindra reglna og að framkvæmdin verði í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Tilmælin ná til allra þeirra er hafa heimild til að taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingavernd. |
Skjöl | Leidbeinandi_tilmaeli_2003_2.pdf |