Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 2/2004
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um framkvæmd á lausafjárstýringu gengisbundinna liða hjá fjármálafyrirtækjum - [Ekki í gildi]
Dagsetning 2/11/2004
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um framkvæmd á lausafjárstýringu gengisbundinna liða hjá fjármálafyrirtækjum. Gengisbundnir liðir hafa verið vaxandi þáttur í umsvifum fjármálafyrirtækja, einkum viðskiptabanka, á undanförnum árum. Þannig hefur verulegur hluti af fjármögnun útlána bankanna undanfarin ár verið í formi erlendrar lántöku. Ýmis konar áhætta tengist gengisbundnum liðum sem sérstaklega þarf að huga að. Í því sambandi má nefna gengisáhættu vegna misvægis í eignum og skuldum, óbeina gengisáhættu vegna lánveitinga til aðila sem ekki eru með tekjur í viðkomandi mynt og endurfjármögnunaráhættu vegna tiltölulega skamms eftirstöðvatíma erlendra lána. Með eftirfarandi leiðbeinandi tilmælum er stuðlað að vönduðum vinnubrögðum við lausafjárstýringu á gengisbundnum liðum hjá fjármálafyrirtækjum.

Tilmælin eiga fyrst og fremst erindi til viðskiptabankanna vegna umsvifa þeirra í gengisbundnum viðskiptum en þau geta einnig átt við um önnur fjármálafyrirtæki að einhverju eða öllu leyti og fer það eftir eðli og umfangi geng

 

Efni þessara tilmæla féll úr gildi við gildistöku leiðbeinandi tilmæla nr. 2/2010 um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja gengisbundinna liða í starfsemi þeirra.

 

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2004_2.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica