Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2001
Heiti Leiðbeinandi tilmæli til viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana um frádrátt á eigin fé samkvæmt 55. gr. laga 113/1996 - [Ekki í gildi]
Dagsetning 17/10/2001
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Rafeyrisfyrirtæki
Reifun

Fjármálaeftirlitið gefur út almenn leiðbeinandi tilmæli til viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana um hvernig haga skuli frádrætti á eigin fé skv. 55. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, vegna eignarhluta í veltubók í félögum sem stunda starfsemi þá sem talin er upp í 44. gr. sömu laga. Tilmælin taka einnig til þeirra lánastofnana sem starfa samkvæmt lögum nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, þar sem í 2. mgr. 10. gr. þeirra laga er vísað til þess að um eigið fé gildi einnig ákvæði VI. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Talin er ástæða til útgáfu almennra leiðbeinandi tilmæla um þetta efni þar sem nokkuð hefur borið á misræmi í túlkun hjá eftirlitsskyldum aðilum á eiginfjárreglum 1. mgr. 55. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, hvað varðar frádrátt frá eigin fé vegna eignarhluta í veltubók í öðrum fjármálafyrirtækjum. 


Efni þessara tilmæla er fallið úr gildi.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2001_3.pdf

Tengt efni

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica