Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2008
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um störf endurskoðunardeildar fjármálafyrirtækja
Dagsetning 24/9/2008
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um störf endurskoðunardeildar fjármálafyrirtækja. Samkvæmt 16. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, skulu fjármálafyrirtæki önnur en rafeyrisfyrirtæki og verðbréfamiðlanir starfrækja endurskoðunardeild sem annast skal innri endurskoðun.

Stjórn fjármálafyrirtækis skal ráða forstöðumann endurskoðunardeildar fyrirtækisins sem fer með innri endurskoðun í umboði hennar. Innri endurskoðun er hluti af skipulagi fjármálafyrirtækja og er þáttur í eftirlitskerfi þeirra. Samkvæmt sama lagaákvæði getur Fjármálaeftirlitið veitt undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar, með hliðsjón af eðli og umfangi rekstrarins, og sett þeim fyrirtækjum skilyrði sem slíka undanþágu fá. Í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2003 setti Fjármálaeftirlitið fram viðmið sem höfð eru til hliðsjónar við ákvörðun um veitingu undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtæki og hvaða skilyrði verða sett fyrir slíkri undanþágu.

Við gerð tilmælanna var horft til staðla sem alþjóðasamtök innri endurskoðenda (IIA) hafa sett fram og leiðbeinandi tilmæla Basel-nefndarinnar um bankaeftirlit frá ágúst 2001, e. Internal audit in banks and the supervisor's relationship with auditors. 

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2008_3.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica