Þjónustuvefur

  • Fjármálaeftirlitið

Þjónustuvefur Seðlabanka Íslands hefur það hlutverk að auka öryggi og skilvirkni við afhendingu og móttöku gagna hjá Seðlabankanum. Þjónustuvefur Seðlabankans er þrískiptur: gagnaskilakerfi, þjónustugátt og skjalagátt. Önnur eyðublöð og tilkynningar, sem finna má hér til vinstri á síðunni, skal enn sem komið er senda á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is


Þjónustuvefur

Gagnaskilakerfi

Öll reglubundin gagnaskil til Seðlabankans fara fram rafrænt í gegnum gagnaskilakerfi.  Einnig er hægt að beintengja tölvukerfi eftirlitsskyldra aðila við vefþjónustur Seðlabankans og skila gögnum á einfaldan og skilvirkan máta.

Notendahandbók

Vefþjónustuleiðbeiningar

Kynning á gagnaskilakerfi

Kynningarmyndband á gagnaskilakerfi

Þjónustugátt

Þjónustugátt Seðlabankans er ætluð til viðtöku umsókna, eyðublaða og annarra óreglubundinna gagnaskila. Innskráning í þjónustugáttina er með rafrænum skilríkjum. Athugið að þjónustugáttin er einungis aðgengileg á Íslandi.

Leiðbeiningar fyrir þjónustugátt

Vinnsla persónuupplýsinga

Við skráningu í gagnaskilakerfi og þjónustugátt er beðið um upplýsingar sem eru nauðsynlegar Seðlabankanum til þess að auðkenna notendur. Upplýsingar sem skilað er inn í þjónustugátt, geta eftir atvikum verið persónugreinanlegar. Tilgangur þeirra persónuupplýsinga byggir á lögbundnu eftirlitshlutverki stofnunarinnar samanber 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og lögum sem um þá starfsemi gilda. 

Skjalagátt

Í skjalagátt Seðlabankans geta lögaðilar og einstaklingar nálgast og undirritað rafrænt skjöl sem bankinn birtir ytri aðilum. Innskráning í skjalagátt er með rafrænum skilríkjum. Birtingartími skjala í gáttinni er takmarkaður.






Þetta vefsvæði byggir á Eplica