Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Undir starfssvið nefndarinnar heyra mál sem varða réttarágreining um vátryggingarsamninga eða annan ágreining sem lýtur að dreifingu vátrygginga eða vátryggingastarfsemi að öðru leyti eins og nánar greinir í 2. og 3. mgr.

Nefndin fjallar um ágreining varðandi bótaskyldu, þ.m.t. sök og sakarskiptingu, milli málskotsaðila og varnaraðila auk annars ágreinings sem varðar ákvæði laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, og laga um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.

Nefndin fjallar um ágreining varðandi fjárhæðir milli málskotsaðila og varnaraðila að fengnu samþykki varnaraðila. Neytanda er þó heimilt án samþykkis að skjóta til nefndarinnar ágreiningi um fjárhæðir vegna vátryggingarsamnings milli hans og varnaraðila, enda nemi ágreiningurinn að lágmarki kr. 25.000 og að hámarki kr. 5.000.000.

Heimilisfang er Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík. Tölvupóstur: tryggingar@nefndir.is

Sími úrskurðarnefndarinnar er: 578-6500Síminn er opinn þriðjudaga kl. 10-11 og fimmtudaga kl. 14-15.

Samþykktir úrskurðarnefndar í vátryggingamálum

Samantekt úrskurða

Yfirlit yfir úrskurði frá 1994
Samantekt úrskurða 1999
Samantekt úrskurða 2000
Samantekt úrskurða 2001
Samantekt úrskurða 2002
Samantekt úrskurða 2003
Samantekt úrskurða 2004
Samantekt úrskurða 2005
Samantekt úrskurða 2006
Samantekt úrskurða 2007
Samantekt úrskurða 2008
Samantekt úrskurða 2009
Samantekt úrskurða 2010
Samantekt úrskurða 2011
Samantekt úrskurða 2012
Samantekt úrskurða 2013
Samantekt úrskurða 2014
Samantekt úrskurða 2015
Samantekt úrskurða 2016
Samantekt úrskurða 2017
Samantekt úrskurða 2018
Samantekt úrskurða 2019 *
Samantekt úrskurða 2020
Samantekt úrskurða 2021

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica