Starfsleyfi og skráningar
Eitt af verkefnum Seðlabanka Íslands er að veita fyrirtækjum, og í sumum tilvikum einstaklingum, leyfi til að starfa á fjármálamarkaði. Fjármálafyrirtæki getur fengið starfsleyfi sem:
- Viðskiptabanki
- Sparisjóður
- Lánafyrirtæki/fjárfestingarbanki
Þessi fyrirtæki nefnast einu nafni hér eftir lánastofnanir. Fjármálafyrirtæki getur einnig fengið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Seðlabankinn veitir einnig eftirfarandi aðilum starfsleyfi:
- Vátryggingafélögum
- Rafeyrisfyrirtækjum
- Greiðslustofnunum
- Rekstrarfélögum verðbréfasjóða
- Rekstraraðilum sérhæfðra sjóða
- Innheimtuaðilum
- Vátryggingamiðlurum (bæði einstaklingum og lögaðilum)
Sumir aðilar eru ekki starfsleyfisskyldir hjá Seðlabankanum en eru skráningarskyldir. Þessir aðilar eru:
- Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum
- Lánveitendur og lánamiðlarar
- Þjónustuveitendur sýndareigna
- Gjaldeyrisskiptastöðvar
Starfsleyfisumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda
Starfsemi | Lög sem um starfsemina gilda |
---|---|
Viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki | II. kafli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. |
Verðbréfafyrirtæki | I. kafli 2. þáttar laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga. |
Rekstrarfélög verðbréfasjóða | II. kafli laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði. |
Félög og einstaklingar sem dreifa vátryggingum | Lög nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga. |
Vátryggingafélög | Lög nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi. |
Kauphallir | Lög nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga. |
Lífeyrissjóðir | Lög nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. |
Innheimtuaðilar | Innheimtulög nr. 95/2008. |
Greiðslustofnanir | Lög nr. 114/2021, um greiðsluþjónustu. |
Rafeyrisfyrirtæki | Lög nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris. |
Rekstraraðila sérhæfðra sjóða | Lög nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. |
Verðbréfamiðstöðvar | Lög nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu. |
Skráningarumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda
Starfsemi | Lög sem um starfsemina gilda |
---|---|
Gjaldeyrisskiptastöðvar og þjónustuveitendur viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja | Lög nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. |
Lánveitendur og lánamiðlarar | Lög nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. |
Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum | Lög nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. |