Fjárfestavernd

Ákvæðum um fjárfestavernd í lögum 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga er ætlað að tryggja að viðskiptahættir og -venjur fjármálafyrirtækja í verðbréfaviðskiptum séu eðlilegar og heilbrigðar og að þau hafi trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Skriflegir viðskiptaskilmálar

Helstu þættir fjárfestaverndar felast meðal annars í skyldu fjármálafyrirtækja til að setja skriflega viðskiptaskilmála, taki þau að sér þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta fyrir almennan fjárfesti og að þau haldi skrár um alla samninga sem gerðir eru við viðskiptavini.

Flokkun viðskiptamanna

Flokkun fjárfesta er skylda í starfsemi fjármálafyrirtækja, en í því felst flokkun viðskiptavina í:

  • Almenna fjárfesta
  • Fagfjárfesta
  • Viðurkennda gagnaðila
Almennir fjárfestar njóta ríkustu verndar, en fagfjárfestar og viðurkenndir gagnaðilar njóta minni verndar.

Mat á hæfi og tilhlýðileika

Fjármálafyrirtækjum ber að framkvæma mat á því hvort vara eða þjónusta hæfi viðskiptavinum sínum þegar fjárfestingarráðgjöf er veitt og við eignastýringu. Við matið skal afla upplýsinga um reynslu, þekkingu, fjárhagsstöðu og fjárfestingarmarkmið viðskiptavinar. Við annars konar fjárfestingarþjónustu að meta þekkingu og reynslu viðskiptavinar fyrir viðkomandi tegund vöru eða þjónustu til að geta metið hvort hún er tilhlýðileg. Telji fjármálafyrirtæki tiltekin viðskipti ekki viðeigandi fyrir viðskiptavin, skal það ráða honum frá þeim.

Besta framkvæmd viðskipta

Þegar viðskiptavinir setja fram viðskiptafyrirmæli hjá fjármálafyrirtækjum, ber fjármálafyrirtækjum að tryggja viðskiptavinum sínum bestu framkvæmd viðskipta með tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líkinda til þess að af viðskiptunum verði, umfangs, eðlis og annarra þátta sem máli skipta.

Hagsmunaárekstrar

Fjármálafyrirtækjum ber að skipuleggja starfsemi sína á þann veg að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra eða tekist sé á við þá. Reynist það ekki mögulegt ber fjármálafyrirtækjum skylda til upplýsa viðskiptavini um eðli og/eða ástæður þeirra og hvaða ráðstafana gripið hefur verið til, til að draga úr hættunni á hagsmunaárekstrum.

Viðvaranir til fjárfesta

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica