Skortsölureglugerðin

Skortsölureglugerðin er reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga. 

Í reglugerðinni eru gerðar kröfur um að skortstöður séu tilkynntar til lögbærra yfirvalda (Seðlabankinn er lögbært yfirvald í tilviki Íslands) að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Möguleikar til skortsölu eru takmarkaðir og lögbærum yfirvöldum eru veittar heimildir til að stöðva tímabundið skortsölu eða takmarka slík viðskipti undir ákveðnum kringumstæðum.

Reglugerðinni er ætlað að:

  • auka gagnsæi vegna skortsölu tiltekinna fjármálagerninga,
  • draga úr uppgjörsáhættu og annarri áhættu vegna óvarinna skortstaða,
  • draga úr áhættu á mörkuðum með ríkisskuldabréf sem skapast vegna óvarinna staða í skuldatryggingum,
  • sjá til þess að lögbær yfirvöld hafi skýra heimild til að grípa til ráðstafana við óvenjulegar aðstæður sem kunna að auka á kerfisáhættu og hafa neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika,
  • tryggja samræmingu milli aðildarríkja og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsins (ESMA) þegar óvenjulegar aðstæður ríkja á fjármálamörkuðum.

Innleiðing reglugerðarinnar

Reglugerðin var innleidd í íslensk lög með lögum nr. 55/2017. Skortsölureglugerðin samanstendur af reglugerð (ESB) nr. 236/2012 auk framkvæmdareglugerða og afleiddra reglugerða sem innleiða svonefnda tæknistaðla.

Tilkynningar um skortstöður og óvarðar stöður í skuldatryggingum

Samkvæmt reglugerðinni þurfa einstaklingar og lögaðilar að tilkynna um skortstöður í hlutabréfum og ríkisskuldagerningum (e. sovereign debt) til lögbærra yfirvalda um leið og þær fara yfir eða undir tiltekin mörk. Einnig þarf í ákveðnum tilvikum að tilkynna um óvarðar stöður í skuldatryggingum á ríki (e. sovereign CDS).

Nettó skortstöður í hlutabréfum

Nettó skortstöður í ríkisskuldagerningum

Óvarðar stöður í skuldatryggingum ríkja

Takmarkanir á óvarinni skortsölu

Ferli uppgjörskaupa

Undanþágur fyrir viðskiptavaka og aðalmiðlara

Stöðvun eða takmörkun skortsölu við sérstakar kringumstæður

Heimildir ESMA

Gagnlegar upplýsingar

Áður en markaðsaðilar hafa samband við Seðlabanka Íslands vegna frekari upplýsinga eru þeir hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem finna má á vefsvæði ESMA .

Allar fyrirspurnir varðandi skortsölureglugerðina skal senda á netfangið skortsala@sedlabanki.is.

Fjórir tæknistaðlar fylgja skortsölureglugerðinni, framkvæmdareglugerð (ESB) nr. 827/2012, og afleiddar reglugerðir (ESB) nr. 826/2012 , 918/2012 og 919/2012. Tæknistaðlarnir varða nánari framkvæmd ákvæða skortsölureglugerðarinnar.

Til baka Prenta





Þetta vefsvæði byggir á Eplica