EES viðmiðunarreglur
Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA),
evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) og evrópska
verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) gefa út viðmiðunarreglur (e.
guidelines) að eigin frumkvæði sbr. heimild í 16. gr. reglugerða um að
koma á fót evrópsku eftirlitsstofnununum (ESA‘s) nr. 1093-1095/2010, sem
innleiddar hafa verið í lög nr. 24/2017 um evrópsk eftirlitskerfi á
fjármálamarkaði.
Tilgangur viðmiðunarreglnanna er að koma á samræmdri, árangursríkri og skilvirkri eftirlitsframkvæmd innan evrópska fjármálaeftirlitskerfisins og tryggja sameiginlega, einsleita og samræmda beitingu á löggjöf ESB.