Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 2/2008
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - [Ekki í gildi]
Dagsetning 29/9/2008
Starfsemi
  • Lánafyrirtæki
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
  • Sparisjóðir
  • Vátryggingafélög
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Viðskiptabankar
  • Lífeyrissjóðir
  • Greiðslustofnanir
  • Rafeyrisfyrirtæki
  • Vátryggingamiðlanir
  • Vátryggingamiðlarar
  • Verðbréfamiðlanir
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur fram leiðbeinandi tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Tilmælin hafa að geyma leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins um það hvernig eftirlitsskyldir aðilar sem falla undir lög nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, með síðari breytingum, skuli framfylgja ákvæðum þeirra. Tilgangur tilmælanna er að skýra ýmis atriði laganna án þess að um tæmandi talningu sé að ræða.

Löggjöf þá sem fjallar um viðfangsefni tilmælanna er að finna í lögum nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, með síðari breytingum og reglugerð nr. 626/2006 um meðhöndlun tilkynninga um ætlað peningaþvætti. Skyldum skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka má skipta í þrjá meginþætti:

  1. könnun á áreiðanleika viðskiptamanna við upphaf viðskiptasambands og við einstök viðskipti og varðveislu afrita af persónuskilríkjum ásamt öðrum viðskiptagögnum,
  2. athugun á öllum grunsamlegum viðskiptum og tilkynning til lögreglu, hafi grun ekki verið eytt við könnun,
  3. að sjá til þess að innri starfsþættir séu í góðu horfi, s.s. innra eftirlit, skriflegar reglur, kerfi til að bregðast skjótt við fyrirspurnum lögreglu og yfirvalda, að hugað sé að þjálfun starfsmanna og tilnefningu á sérstökum ábyrgðarmanni úr hópi stjórnenda.

Efni þessara tilmæla er fallið úr gildi og voru þau leyst af hólmi með tilmælum nr. 3/2011 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2008_2.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica