Seðlabanki Íslands

  • Höfðatorg

Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd.

Seðlabankinn fer frá og með 1. janúar 2020 með þau verkefni sem Fjármálaeftirlitinu eru falin í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og er fjármálaeftirlitið hluti af Seðlabankanum. Bankinn skal fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli og að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

Vefur Seðlabanka Íslands

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica