Forgangsmál 2025
Í skjalinu er gerð grein fyrir forgangsmálum fjármálaeftirlitsins eins og þau birtast í verkáætlun fyrir árið 2025. Birting þess hefur það að markmiði að upplýsa um þau verkefni sem eru á verkáætlun og tengjast stefnumarkandi áherslum í fjármálaeftirliti. Birtingunni er jafnframt ætlað að upplýsa aðila á fjármálamarkaði um það hvernig áherslur fjármálaeftirlitsins endurspeglast í verkáætlun ársins og stuðla þannig að hlítni og heilbrigðum fjármálamarkaði.
Forgangsmál í fjármálaeftirliti 2025
Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2025-2027
Stefnumarkandi Áherslunum er ætlað að vera leiðarljós við forgangsröðun verkefna fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á næstu árum og nýtast m.a. við árlega gerð verkáætlunar fjármálaeftirlitsins. Með birtingu stefnumarkandi áherslna til ársins 2027 er m.a. markmiðið að stuðla að gagnsæi í störfum fjármálaeftirlitsins. Slíkt gagnsæi gerir eftirlitsskyldum aðilum kleift að taka mið af stefnu og markmiðum fjármálaeftirlitsins í starfsemi sinni.
Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2025-2027
Eldri útgáfur
Verðskuldað traust – Áherslur fjármálaeftirlitsins og sýn á fjármálamarkaðinn 2016-2020
Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2022-2024