Opinber birting á niðurstöðum og önnur upplýsingagjöf
Seðlabanki Íslands leggur áherslu á vandaða upplýsingagjöf til markaðsaðila og annarra hagsmunaaðila. Á stofnuninni hvíla margháttaðar alþjóðlegar kröfur um birtingu upplýsinga á samandregnu formi um markaði þá sem eftirlit er haft með og eftirlitsframkvæmd, auk upplýsingagjafar til markaðsaðila um það með hvaða hætti evrópskar kröfur hafa verið innleiddar í innlendan rétt.
Seðlabankinn leggur einnig áherslu á að birta niðurstöður úr athugunum stofnunarinnar og um beitingu viðurlaga. Með því er stuðlað að auknum trúverðugleika fjármálafyrirtækja sem jafnframt eykur aðhald þeirra. Birting niðurstaðna athugana eykur einnig sýnileika Seðlabankans gagnvart almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sem tengjast fjármálamarkaði.
- Gagnsæisstefna fjármálaeftirlitsins
- Stefna fjármálaeftirlitsins um beitingu þvingunarúrræða og viðurlaga