Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: október 2010

Fyrirsagnalisti

13.10.2010 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 26. júní 2009 gerðu Fjármálaeftirlitið og Vopnafjarðarhreppur með sér sátt vegna brots Vopnafjarðarhrepps á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

11.10.2010 : Undanþága frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

Fjármálaeftirlitið hefur haft til skoðunar undanþágubeiðni Framtakssjóðs Íslands slhf. (Framtakssjóður) frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. (Icelandair), sbr. 100. gr. a laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), en þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar. Var m.a. gert skilyrði fyrir kaupunum að Framtakssjóðnum yrði veitt undanþága frá yfirtökuskyldu skv. 100. gr. a vvl. gerðist þess þörf. Að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fyrir fjárfestingu Framtakssjóðsins mun sjóðurinn með kaupum sínum eignast 32,5% hlutafjár í Icelandair. Þannig mun Framtakssjóðurinn eignast 32,5% af atkvæðisrétti í Icelandair og fara þar með yfir mörk 1. töluliðar 1. mgr. 100. gr. vvl. og verða tilboðsskyldur gagnvart öðrum hluthöfum Icelandair.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica