Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: nóvember 2018

Fyrirsagnalisti

29.11.2018 : Niðurstaða athugunar á upplýsingakerfum Valitor hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilgreindum þáttum varðandi rekstur upplýsingakerfa og notkun upplýsingatækni hjá Valitor hf. í mars 2018. Markmið athugunarinnar var að leggja mat á viðbragðsáætlun félagsins og áætlun um samfelldan rekstur til að tryggja áframhaldandi starfsemi og takmörkun á tjóni ef alvarleg röskun verður á starfsemi þess, sbr. 2. mgr. 78 gr. g laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Athugunin beindist jafnframt að því að kanna hvort félagið starfaði í samræmi við leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014, um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila.

Lesa meira

2.11.2018 : Niðurstaða um brot Símans hf. á 126. gr. laga nr. 108/2007

Hinn 17. október 2018 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. hefði brotið gegn 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti þegar félagið tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki samdægurs um viðskipti fruminnherja með hlutabréf í félaginu sem áttu sér stað hinn 1. nóvember 2017 og fruminnherjinn tilkynnti félaginu sama dag. Með hliðsjón af því að ekki var um að ræða viðskipti fruminnherja sem Símanum hf. var skylt að birta opinberlega samkvæmt 127. gr. vvl. og því raskaði síðbúin tilkynning ekki jafnræði fjárfesta á markaðnum, og með hliðsjón af því að tilkynningin barst strax daginn eftir að tilkynningarskyldan varð virk, var ákveðið að gera félaginu ekki stjórnvaldssekt vegna brotsins.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica