Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: júní 2012

Fyrirsagnalisti

28.6.2012 : Niðurstaða athugunar á starfsemi GAM Management hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi  athugun á starfsemi GAM Management hf. með heimsókn og gagnaöflun þann 31. október 2011 á grundvelli XIII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 66. gr laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent rekstrarfélaginu þann 22. desember 2012 og félaginu gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar, dags. 24. maí 2012, var tekið tillit til athugasemda félagsins eftir því sem tilefni þótti til.

Lesa meira

19.6.2012 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga

Framkvæmd var athugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga með heimsókn og gagnaöflun þann 18. október 2011 með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar rituðu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 16. janúar 2012 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 24. apríl 2012, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Lesa meira

15.6.2012 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 23. maí 2012 gerðu Fjármálaeftirlitið og HS Orka hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Lesa meira

8.6.2012 : Niðurstöður athugunar á umsjón H.F. Verðbréfa hf. með beinu markaðsaðgengi (e. Direct Market Access, DMA) hjá Kauphöll Íslands

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi vettvangsathugun á umsjón H.F. Verðbréfa hf. (HFV) með beinu markaðsaðgengi hjá Kauphöll Íslands á grundvelli heimildar í 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitið aflaði upplýsinga og gagna í tengslum við athugunina á tímabilinu febrúar 2012 til mars 2012. Í kjölfar vettvangsathugunarinnar var HFV send skýrsla þar sem fram komu niðurstöður eftirlitsins. HFV var gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri. Í endanlegu bréfi til HFV, dags. 1. júní 2012, var tekið tillit til þeirra andmæla eftir því sem tilefni þótti til.

Lesa meira

6.6.2012 : Niðurstöður athugunar á ákveðnum þáttum í starfsemi Auðar Capital hf.

Fjármálaeftirlitið gerði athugun á ákveðnum þáttum í starfsemi Auðar Capital hf. á grundvelli heimildar í 9. gr. laga nr. 87/1998. Fjármálaeftirlitið aflaði upplýsinga og gagna í tengslum við athugunina á tímabilinu ágúst 2011 til janúar 2012. Í kjölfar athugunarinnar var Auði Capital hf. sent bréf þar sem fram komu athugasemdir og ábendingar Fjármálaeftirlitsins og kröfur um úrbætur. Auði Capital hf. var gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri. Í endanlegu bréfi til Auðar Capital hf., dags. 18. maí 2012 var tekið tillit til þeirra andmæla sem tilefni þótti til. Lesa meira

5.6.2012 : Niðurstaða athugunar á Tryggingamiðstöðinni hf.

Vísað er til gagnsæistilkynningar vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á einstökum þáttum í starfsemi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á tímabilinu 17. september 2007 til 30. apríl 2010 sem birt var þann 27. september sl. (http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1157) Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica