Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: september 2013

Fyrirsagnalisti

30.9.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Straumi fjárfestingabanka hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 6. júní 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Straumi fjárfestingabanka hf. (hér eftir Straumur). Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Straums gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun Straums á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína, reglubundið eftirlit með þeim og innri reglur bankans um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

25.9.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

20.9.2013 : Stjórnvaldssekt vegna brots HS Orku hf. gegn 2. mgr. 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 11. september 2013 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta HS Orku hf. vegna brots gegn 2. mgr. 128. gr. laga nr. 108/2007.

Lesa meira

18.9.2013 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 21. ágúst 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og Farice ehf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

18.9.2013 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 19. ágúst 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og Reykjavíkurborg með sér sátt vegna brots sveitarfélagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

9.9.2013 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Arion banka hf.

Hinn 22. mars 2013 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun hjá Arion banka hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum er varða eftirlit Arion banka hf. með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á áreiðanleikakannanir Arion banka hf. við upphaf viðskipta sem og viðvarandi eftirlit með lögaðilum.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica