Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: janúar 2017

Fyrirsagnalisti

27.1.2017 : Niðurstaða athugunar á mati á hæfi og tilhlýðileika fjármálaþjónustu Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á mati Arctica Finance hf. á hæfi viðskiptavina sinna vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og tilhlýðileika fjármálaþjónustunnar þann 6. maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verklag og eftirlit verðbréfafyrirtækisins í tengslum við öflun upplýsinga um viðskiptavini sína og ráðleggingar til þeirra vegna eignastýringar og veittrar fjárfestingarráðgjafar væri í samræmi við 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), sbr. 35. og 36. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

20.1.2017 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá Kviku banka hf. í júlí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá bankanum væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði bankans, aðskilnaði í stjórnun og aðskilnaði gagna. Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl bankans þessu tengd, skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í desember 2016.

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Virðingu hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Virðingu hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Kviku banka hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Gamma Capital Management hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Gamma Capital Management hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica