Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: apríl 2013

Fyrirsagnalisti

26.4.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi Lífeyrissjóðs bankamanna

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 11. desember 2012, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins. Fjármálaeftirlitið hefur nú lokið eftirfylgni með skýrslunni. 
Lesa meira

10.4.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á verklagi Straums fjárfestingabanka hf. er varðar flokkun viðskiptavina m.t.t. fjárfestaverndar

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 18. október 2012 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á þáttum er vörðuðu flokkun Straums fjárfestingabanka hf. (hér eftir Straumur eða bankinn) á viðskiptavinum sínum m.t.t. fjárfestaverndar.
Lesa meira

8.4.2013 : Ráðstafanir Júpíters rekstrarfélags hf. í kjölfar athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi félagsins

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf. þann 30. mars 2012. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 13. nóvember 2012,  birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins.
Lesa meira

8.4.2013 : Niðurstaða heildarathugunar hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt heildarathugun hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica