Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: nóvember 2013

Fyrirsagnalisti

26.11.2013 : Sáttargerð vegna brots á 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 28. október 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og MP banki hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

19.11.2013 : Niðurstöður vegna athugunar á lánasafnsskýrslu Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf, í apríl 2013, athugun á lánasafnsskýrslu (e. Loan Portfolio Analysis Report eða LPAR) Íslandsbanka hf. Lánasafnsskýrslu, sem skilað er mánaðarlega til Fjármálaeftirlitsins, er ætlað að greina frá stöðu útlánasafns lánastofnunar út frá sjónarhorni endurskipulagningar safnsins. Megintilgangur skýrslunnar er að fylgjast með framgangi á endurskipulagningu lánasafns bankans og eru viðskiptavinir flokkaðir niður eftir umfangi og eðli þeirrar endurskipulagningar sem þeir hafa gengið gegnum eða hversu alvarleg fjárhagsstaða þeirra er gagnvart bankanum.
Lesa meira

18.11.2013 : Sáttargerð vegna brots á 125. gr. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 15. október 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og X, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf., með sér sátt vegna brots á 125. gr. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

12.11.2013 : Sáttargerð vegna innheimtustarfsemi Dróma hf.

Að fengnum ábendingum hóf Fjármálaeftirlitið í lok árs 2012 athugun á innheimtustarfsemi Dróma hf. Athugunin beindist að því hvort innheimta Dróma hf., annars vegar á lánum í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ)/Hildu ehf. og hins vegar á lánum í eigu Frjálsa hf., félli undir 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og krefðist innheimtuleyfis.
Lesa meira

11.11.2013 : Niðurstaða athugunar hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. á þjónustuþætti félagsins; STOFNI

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á þjónustuþætti Sjóvár-Almennra trygginga hf. undir heitinu STOFN, með vísan til 1. mgr. 62. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica