Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstöður vegna athugunar á lánasafnsskýrslu Íslandsbanka hf.

19.11.2013

Fjármálaeftirlitið hóf, í apríl 2013, athugun á lánasafnsskýrslu (e. Loan Portfolio Analysis Report eða LPAR) Íslandsbanka hf. Lánasafnsskýrslu, sem skilað er mánaðarlega til Fjármálaeftirlitsins, er ætlað að greina frá stöðu útlánasafns lánastofnunar út frá sjónarhorni endurskipulagningar safnsins. Megintilgangur skýrslunnar er að fylgjast með framgangi á endurskipulagningu lánasafns bankans og eru viðskiptavinir flokkaðir niður eftir umfangi og eðli þeirrar endurskipulagningar sem þeir hafa gengið gegnum eða hversu alvarleg fjárhagsstaða þeirra er gagnvart bankanum.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica