Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: ágúst 2019

Fyrirsagnalisti

14.8.2019 : Niðurstaða um brot Landsbréfa hf. á 125. og 1. mgr. 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 28. júní 2019 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Landsbréf hf. hefðu brotið gegn 125. og 1. mgr. 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) með því að gæta ekki að rannsóknar- og tilkynningarskyldu sinni við viðskipti milli sjóða innan Landsbréfa hf. 

Lesa meira

14.8.2019 : Niðurstaða um brot Reykjavíkurborgar á 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 28. júní 2019 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði brotið gegn 3. ml. 1. mgr. 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) þar sem Reykja­víkur­borg tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki samdægurs um að hafa lánað viðskiptavaka skuldabréf útgefin af borginni (svokölluð verðbréfalán). Um var að ræða nokkurn fjölda tilvika frá árinu 2009 og til 28. febrúar 2019. 

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica