Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: september 2016

Fyrirsagnalisti

28.9.2016 : Niðurstöður athugunar á áhættustýringu Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á framkvæmd áhættustýringar hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda í maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvernig áhættustýringu sjóðsins væri háttað og hvort hún samræmdist leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Tilmælin eru sett til leiðbeiningar og nánari skýringa fyrir samtryggingadeildir lífeyrissjóða varðandi þær lágmarkskröfur sem meðal annars koma fram í 9. tölul. 3. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og reglugerð nr. 916/2009 um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2016.

Lesa meira

28.9.2016 : Niðurstöður athugunar á áhættustýringu Almenna lífeyrissjóðsins

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á framkvæmd áhættustýringar hjá Almenna lífeyrissjóðinum í maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvernig áhættustýringu sjóðsins væri háttað og hvort hún samræmdist leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Tilmælin eru sett til leiðbeiningar og nánari skýringa fyrir samtryggingadeildir lífeyrissjóða varðandi þær lágmarkskröfur sem meðal annars koma fram í 9. tölul. 3. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og reglugerð nr. 916/2009 um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2016.

Lesa meira

21.9.2016 : Niðurstaða athugunar á mati á hæfi og tilhlýðileika fjármálaþjónustu Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á mati Arion banka á hæfi viðskiptavina sinna vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og tilhlýðileika fjármálaþjónustunnar þann 6. maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verklag og eftirlit bankans í tengslum við öflun upplýsinga og ráðlegginga vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar væri í samræmi við 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sbr. 35. og 36. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica