Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstöður athugunar á umsjón H.F. Verðbréfa hf. með beinu markaðsaðgengi (e. Direct Market Access, DMA) hjá Kauphöll Íslands

8.6.2012

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi vettvangsathugun á umsjón H.F. Verðbréfa hf. (HFV) með beinu markaðsaðgengi hjá Kauphöll Íslands á grundvelli heimildar í 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitið aflaði upplýsinga og gagna í tengslum við athugunina á tímabilinu febrúar 2012 til mars 2012. Í kjölfar vettvangsathugunarinnar var HFV send skýrsla þar sem fram komu niðurstöður eftirlitsins. HFV var gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri. Í endanlegu bréfi til HFV, dags. 1. júní 2012, var tekið tillit til þeirra andmæla eftir því sem tilefni þótti til.

Gagnsaeistilkynning_HFV-8.6

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica