Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: 2013 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

8.4.2013 : Ráðstafanir Júpíters rekstrarfélags hf. í kjölfar athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi félagsins

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf. þann 30. mars 2012. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 13. nóvember 2012,  birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins.
Lesa meira

8.4.2013 : Niðurstaða heildarathugunar hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt heildarathugun hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

26.3.2013 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Landsbankanum hf.

Hinn 14. október 2012 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun hjá Landsbankanum hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum er varða eftirlit Landsbankans með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á áreiðanleikakannanir Landsbankans við upphaf viðskipta sem og viðvarandi eftirlit með lögaðilum. Fjármálaeftirlitið studdist við úrtak af viðskiptavinum Landsbankans sem valið var  af handahófi.
Lesa meira

20.3.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var á heimasíðu þess þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum þáttum í starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga.
Lesa meira

6.3.2013 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 24. janúar 2012 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf. Lesa meira

27.2.2013 : Athugun á hvort líftryggingafélög uppfylla upplýsingaskyldu sína skv. 65. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi nýlega úttekt á því hvernig líftryggingafélög veita viðskiptamönnum sínum þær upplýsingar sem kveðið er á um í 65. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Í ákvæðinu er talið upp með ítarlegum hætti hvaða upplýsingar beri að veita áður en líftryggingasamningur er gerður og á meðan samningssamband varir.  Þær kröfur eru gerðar að upplýsingarnar séu veittar skriflega og á skýran og skiljanlegan máta.

Lesa meira

25.2.2013 : Niðurstaða athugunar vegna útgáfu sértryggðra skuldabréfa Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt skoðun á utanumhaldi Arion banka hf. um útgáfu sértryggðra skuldabréfa í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og XIII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.   Lesa meira

4.2.2013 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 4. nóvember 2011 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem Fjármálaeftirlitið taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf. Lesa meira

7.1.2013 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á þáttum í starfsemi Stafa lífeyrissjóðs með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Lesa meira
Síða 3 af 3






Þetta vefsvæði byggir á Eplica