Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá H.F. Verðbréfum hf.
Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá H.F. Verðbréfum hf., um miðjan apríl 2015. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá félaginu væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði félagsins, aðskilnaði í stjórnun og aðskilnaði gagna. Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl félagsins þessu tengd skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2015.
Gagnsaeistilkynning-HF_Verdbref-hf