Niðurstaða athugunar á ferli við uppgreiðslu fasteignalána hjá nokkrum eftirlitsskyldum aðilum
Fjármálaeftirlitið hóf í febrúar 2018 athugun á því hvernig vinnuferli við uppgreiðslu fasteignalána er háttað hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf., Íbúðalánasjóði, BRÚ lífeyrissjóði, Gildi lífeyrissjóði, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Stapa lífeyrissjóði. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort starfsemi framangreindra aðila að þessu leyti væri í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Einnig hvort ofangreindir viðskiptabankar uppfylltu að þessu leyti skilyrði 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki en þar kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
gagnsaeistilkynning-uppgreidsla-lana-24052018