Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á hvort breytingar á stýrivöxtum hafi haft áhrif á þróun útlánavaxta hjá þremur bönkum og tveimur sparisjóðum

29.11.2017

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á hvort breytingar á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi haft áhrif á þróun útlánavaxta hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf., Sparisjóði Austurlands hf. og Sparisjóði Strandamanna ses. í september 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort starfsemi banka og sparisjóða að þessu leyti væri í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Einnig hvort þessir aðilar uppfylltu skilyrði 19. gr. laga nr. 161/2002 en þar kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
Gagnsaei-bankar-og-sparisj-29112017

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica