Niðurstaða athugunar á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Gildi lífeyrissjóði og Lífeyrissjóði verzlunarmanna
Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innheimtuferli
við frum- og milliinnheimtu hjá Gildi lífeyrissjóði og Lífeyrissjóði
verzlunarmanna í janúar 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega
hvort innheimta sjóðanna sé í samræmi við góða innheimtuhætti líkt og kveðið er
á um í 1. mgr. 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og hvort innheimtuviðvaranir
sjóðanna séu í samræmi við 7. gr. sömu laga. Athugunin beindist að upplýsingum
um fyrstu fimm innheimtumál sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e.
í janúar, apríl, júlí og október 2016, hjá hvorum lífeyrissjóði. Verkferlar
sjóðanna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra. Niðurstöður athugunarinnar
lágu fyrir í mars 2017 að undangengnum samskiptum við hluteigandi lífeyrissjóð
hverju sinni.
Gagnsaei-lifeyrissjodir-26042017