Niðurstaða athugunar á meðhöndlun kvartana hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.
Fjármálaeftirlitið hóf í júlí 2018 athugun á
meðhöndlun kvartana hjá ofangreindum bönkum. Markmið athugunarinnar var að
skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla reglna nr. 672/2017
um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti en þar er fjallað um samskipti
fjármálafyrirtækja við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.
gagnsaeistilkynning-bankar-19092018