Niðurstaða athugunar á stofnun óumbeðinna krafna í netbanka hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.
Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stofnun óumbeðinna krafna í netbanka hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. í maí 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort starfsemi bankanna að þessu leyti væri í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Einnig hvort bankinn uppfyllti skilyrði 19. gr. laga nr. 161/2002 en þar kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
Gagnsaei-Vidskiptabankar-19102017