Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar um ákvörðun iðgjalda eigna- og ábyrgðartrygginga

9.10.2015

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á ákvörðun iðgjalda eigna- og ábyrgðartrygginga hjá Vátryggingafélagi Íslands hf., Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Tryggingamiðstöðinni hf. og Verði tryggingum hf. í lok árs 2014. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verðlagning skaðatryggingafélaganna fjögurra á eigna- og ábyrgðartryggingum væri í samræmi við 65. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, en þar segir að iðgjöld vátrygginga sem í boði eru hér á landi skuli vera í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingunum felst og eðlilegan rekstrarkostnað, en Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að áhættumat í tengslum við ákvörðun iðgjalda sé markvisst og öflugt. Athugunin beindist að útboðum opinberra aðila ásamt tilboðum til stærstu viðskiptavina hvers félags. Verkferlar félaganna voru skoðaðir, ásamt verð- og afsláttarstefnum. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2015 að undangengnum samskiptum við hlutaðeigandi vátryggingafélag hverju sinni.
Niðurstaða athugunar

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica