Niðurstaða um brot Orkuveitu Reykjavíkur á 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Hinn 4. október 2019 komst
Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Orkuveita Reykjavíkur hefði brotið
gegn 3. ml. 1. mgr. 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) þar
sem Orkuveita Reykjavíkur tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki samdægurs um að
hafa lánað viðskiptavaka skuldabréf útgefin af félaginu (svokölluð
verðbréfalán). Um var að ræða tvö verðbréfalán til viðskiptavaka á tímabilinu
7. mars 2018 til 7. mars 2019.
Gagnsaei-Orkuveita-Reykjavikur-17102019