Ákvarðanir og gagnsæi


Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

22.2.2010

Þann 24. september 2009 vísaði Fjármálaeftirlitið máli til embættis sérstaks saksóknara skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Um er að ræða mál er varðar 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en í ákvæðinu er fjallað um þagnarskyldu stjórnarmanna, framkvæmdastjóra, endurskoðenda og annarra starfsmanna um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingarnar samkvæmt lögum.

Tilkynning22.2.2010

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica