Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á starfsemi Sparnaðar ehf.

21.6.2010

Framkvæmd var athugun á starfsemi Sparnaðar ehf., vátryggingaumboðsmanns Bayern Versicherung Lebensversicherung (VKB), með heimsókn og gagnaöflun 18. maí 2009. Athugunin beindist að því að skoða starfsemi Sparnaðar ehf., þá sérstaklega upplýsingagjöf og kynningarefni viðskiptavina á Séreignatryggingu. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna fresta. Voru drög að skýrslunni afhent framkvæmdastjóra Sparnaðar ehf. ásamt tengilið þýska félagsins þann 6. nóvember 2009 og þeim gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum félagsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 3. mars 2010, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Sparnaður ehf. hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 4. maí 2010.

AthSparnadur21.6.2010

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica