Niðurstaða úttektar á eignastýringarsviði VBS Fjárfestingarbanka hf.
Framkvæmd var athugun á eignastýringarsviði VBS Fjárfestingarbanka hf. (VBS) með heimsókn þann15. ágúst 2008. Athugunin beindist fyrst og fremst að starfsháttum á eignastýringarsviði, framfylgd laga og reglna á sviði eignastýringar, fjárfestavernd og upplýsingum til viðskiptavina eignastýringarsviðs. Í kjölfar athugunarinnar var rituð skýrsla um heimsóknina. Gerðar voru kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekins frests. Drög að skýrslunni voru afhent stjórnendum VBS til yfirlestrar og var þeim gefin kostur á að koma með athugasemdir við skýrsluna.