Tilkynning til ríkislögreglustjóra um meint brot á þagnarskyldu skv. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki
Fjármálaeftirlitið vísaði þann 7. september 2009 máli vegna meintra brota á þagnarskyldu skv. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (ffl.), vegna upplýsinga sem birtust á vefsíðunni wikileaks.org þann 31. júlí 2009, til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og óskaði eftir að uppruni lekans yrði rannsakaður. Nýi Kaupþing banki hf. hafði áður kært málið til Fjármálaeftirlitsins.