Ákvarðanir og gagnsæi


Rannsókn á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Reykjavík Energy Invest lokið

18.7.2008

Þann 10. október 2007 birtist frétt á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur (Orkuveitan) þar sem sagði að 569 starfsmenn Orkuveitunnar hefðu skráð sig fyrir kaupum á hlutafé í Reykjavík Energy Invest hf. (REI) fyrir samtals kr. 167,9 milljónir. Í fréttinni sagði enn fremur að stjórn REI hefði í kjölfar erindis frá starfsmannafélagi Orkuveitu Reykjavíkur (STOR) ákveðið að bjóða starfsmönnum Orkuveitunnar að kaupa hluti í félaginu fyrir allt að kr. 300.000 hver, á genginu 1,278. Var tilgangurinn að styrkja gott samstarf milli fyrirtækjanna.

Rannsokn_a_fyrirhugudu_hlutafjardutbodi_Reykjavik_Energy_Invest_Lokid

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica