Eftirfylgni vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs
Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Hinn 7. janúar 2013, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi sjóðsins.